Þessir tenglar eru útbúnir nýjustu tækni sem kallast USB-C-PD eða „Power Delivery“. Þessi tækni snýst um að það er þá komin tví-átta samskipti milli tengils og tækis og þannig stillir hleðslutengillinn sig að tækinu eftir því hvað tækið þolir. Þannig getur tengillinn stillt sig á milli 5V – 9V – 15V – 20V. Flestir hleðslutenglar í dag eru bara 5V og svo þá mismunandi mA og mest 3A. Þessi tengill á því auðvelt með að hlaða mun stærri tæki og eru t.d. nýjustu gerðir síma 40-70% fljótari að hlaðast en í eldri hleðslutenglum.
Hafa skal í huga að maður þarf líka að vera með góða USB-C snúru, en það eru ekki allar USB-C snúrur sem þola PD-charging.