Karfan þín er tóm

Um S. Guðjónsson

Fyrirtækið er rótgróið enda stofnað af Sigurði Guðjónssyni árið 1958 og hefur allt frá árinu 1967 flutt inn og selt vörur í endursölu. Allt hófst þetta með innflutning og sölu á kastarabrautum frá Concord, en S.Guðjónsson er með elstu dreifingaraðilum í heimi á búnaði frá Concord.

S.Guðjónsson hefur alltaf lagt mikla áherslu á að flytja inn og selja gæðabúnað. En það er ekki nóg að vera með góðan búnað, það geta allir flutt inn og selt góða vöru. Þú þarft að bjóða uppá þjónustu sem hæfir vörunni. Það er okkur mikið kappsmál að viðskiptavinir okkar njóti faglegrar þjónustu, og ekki síður sveigjanleika og lipurð. Við leggjum mikið uppúr því að vanda einnig allt efni sem kemur frá okkur og reynum við að íslenska markaðsefni eins og kostur er, bjóða uppá sýnishornatöskur fyrir viðskiptavini og lýsingahönnun svo fátt eitt sé nefnt.

S. Guðjónsson þjónar breiðum hópi viðskiptavina. Þar eru helstir rafverktakar og rafvirkjar, rafhönnuðir, arkitektar og iðnhönnuðir en einnig eru ýmis stórfyrirtæki í hópi viðskiptavina sem og einstaklingar.

S. Guðjónsson er hluti af Fagkaup ehf, kennitala 670169-5459, VSK nr. 11784.