Gira Esprit rofalínan fæst í fjölbreytilegu úrvali ólíkra efna. Hér fara saman skýrar línur rammanna og sérvaldir yfirborðsfletir úr viði, glansandi gleri, mismunandi útfærslum af áli eða úr gullgljáandi eða krómglanspóleruðum málmi.
Hægt er að setja upp allt að 300 mismunandi eiginleika með þessari rofalínu, sem býður upp á mikið svigrúm til að uppfylla allar kröfur snjallra hússtjórnunarkerfa, allt frá tenglum og ljósarofum til nýstárlegra kerfa fyrir sjálf- og miðstýringu raflagnakerfisins í heild.
Gira Esprit fæst einnig með svonefndu C-slípuðu gleri, þannig býður rofalínan upp á frekari valmöguleika að því er varðar lögun rammanna í glerútfærslu. Brúnir 6 mm þykks gler rammanns eru rúnnaðar með C-slípun og gefa honum þannig mjúkar og ávalar línur.