Beghelli er einn stærsti framleiðandi heims í neyðarlýsingu. Beghelli hefur höfuðstöðvar í Ítalíu en einnig er þýski armur Beghelli sem framleiðir að mestu svokölluð miðlæg rafhlöðukerfi staðsettur í Dinslaken í Þýskalandi. Beghelli hafa um árabil verið vinsælustu neyðarljós á Íslandi.
Fallegur og góður lampi með LED. Hægt að tengja sem bæði neyðarlampa og sem Út-ljós. Hentar vel fyrir ofan dyr einnig sem eingöngu neyðarljós þar sem lýsingin er með ljóskúrfu sem beinist á ská niður.
Gamli góði Industrial Luce lampinn var lengi einn mest seldi lampi landsins og margir vilja halda sig við gamalt og gott sem virkar. Lampinn er þéttur IP65 og hentar í mjög grófar aðstæður og þolir mikið álag.