Karfan þín er tóm

Zip ljós og brautir frá SG-Armaturen komnar á lager

mánudagur, 13. desember 2021

Utanáliggjandi LED ljós með innbyggðum dimmanlegum spennugjafa. Kastarinn hentar mjög vel á heimili og skrifstofur og er með LED ljósgjafa sem kallast „Dim to Warm“. Það þýðir að þegar kastarinn er dimmaður niður þá roðnar ljósið frá honum og verður hlýrra eftir því sem dimmingin fer niður. Tímalaus hönnun sem fellur bæði vel inn í umhverfið og lætur að sér kveða. Fást bæði í hvítum og svörtum lit.

Hangandi LED ljósin eru einnig með innbyggðum dimmanlegum spennugjafa og henta einkar vel á heimili og skrifstofur. Ljósin gefa þægilega birtu og eru prýði á heimilinu. Hangandi ljósin eru nútímaleg og stílhrein og fást í hvítum og svörtum lit.

Zip brautirnar koma í svörtu og hvítu og eru lokaðar. Þær eru 1150 mm á lengd, 22 mm á vídd og 24 mm á breidd. Eru gerðar fyrir 230 V ljós.

Einnig fást L og T festingar fyrir Zip brautirnar. Hægt er að sjá ljósin í vefverslun okkar með því að smella á myndirnar eða hér.