Karfan þín er tóm

Við kveðjum flúrperurnar

föstudagur, 5. ágúst 2022

Það er vert að minnast á að dagsetningin 25.08.2023 nálgast óðfluga. Nú er innan við 1 ár í að bannað verði að framleiða eða flytja inn flúrperur. Frá og með þessum degi verður aðeins heimilt að selja þann lager er innflytjendur kunna að eiga.

Orkuskiptin eru víða, ekki bara í bílaflotanum, en LED væðing ljósa hefur staðið yfir nú um árabil, og mun væntanlega á næsta ári setja marga í erfiða stöðu ef ekki er farið að hugsa um útskipti flúrlampa nú þegar. Það má líkja þessu við að eiga bensínbíl, en að á næsta ári verði óheimilt að selja bensín nema bara það sem til er á lager.

Þá er enn styttra, eða þann 25.02.2023, að bannað verði að framleiða, flytja inn og selja (nema fyrirliggjandi lager) allar sparperur sem ekki innihalda straumfestu. Það þýðir allar stungnar sparperur en gríðarlegur fjöldi slíkra ljósa eru í notkun víða, bæði svokallaðir „Downlighterar“ sem og vinsælt í útiljósum.