Karfan þín er tóm

Svartir tölvuskápar á vegg komnir á lager

þriðjudagur, 23. nóvember 2021

Loksins, vegna mikillar eftirspurnar þá hefur S. Guðjónsson tekið inn á lager svarta tölvuskápa á vegg sem falla vel inn í nútímalegt umhverfi þar sem svartur litur er ríkjandi. Skáparnir koma í fjórum stærðum og taka 4U, 6U, 12U og 15U.

Skáparnir eru snotrir og koma með reyklitaðri glerhurð sem gerir útlit þeirra enn fallegra. Hægt er að opna hliðar skápsins til að komast að tækjunum inni í skápnum.
Endilega hafið samband við sölumenn okkar til að fá frekari upplýsingar.

Smelltu hér til að skoða skápana í vefversluninni.