Karfan þín er tóm

Nýtt á lager – tenglar með USB tenglum frá GIRA

mánudagur, 25. október 2021

Við höfum tekið inn nýjar lausnir á lager. Um er að ræða hefðbundna „Schuko“ tengla með tveimur USB hleðslutenglum. Hleðslan í þeim er mjög öflug og ræður því við stærri spjaldtölvur og snjalltæki sem hlaðast í gegn um USB. Á tenglunum er einn USB-A tengill sem getur gefið 2400mA hleðslu og einn USB-C sem getur gefið 3000mA hleðslu.

Ef báðir tenglarnir eru notaðir samtímis þá dreifir tengillinn 3000mA á báða tengla eða 2x1500mA hleðsla á hvorn tengil. Ýmsir litir eru í boði fyrir þessar lausnir og höfum við fengið á lager hvíta matta og hvíta glans en koxgrár (antricite litur) er væntanlegur seinnipart nóvember og aðrir litir verða í boði um áramót.

Smelltu hér til að skoða tengilinn nánar í vefversluninni.