Karfan þín er tóm

Nýtt á lager: Ídráttarfeiti

miðvikudagur, 26. janúar 2022

Við ídrátt þá geta aðstæður verið misgóðar og stundum þarf að beita brögðum til að komast fram hjá þeim hindrunum sem verða á vegi. Þá er gott að hafa ídráttarfeiti við hönd til að smyrja fjöðrina svo hún komist á leiðarenda. Ídráttarfeiti kemur í mismunandi útgáfum líkt og úðabrúsaformi, froðu og hefðbundin feiti í túpu. Feitin í úðabrúsanum er lyktarlaus, litlaus, heldur þessari sleipivirkni um árabil frá notkun og hún klístrast ekki. Froðan sem sprautast inn í rör lekur hvorki né klístrast, er vatnsleysanleg og heldur sömuleiðis virkni sinni áfram í allgóðan tíma frá notkun og er froðan einkar hentug þegar unnið er upp fyrir sig. SG hefur nýverið tekið í sölu eftirfarandi vörur:

Sleipiefni í úðabrúsaformi

Froða sem er úðað inn í rör

Hér er svo sígild ídráttarfeiti í túbu eins og mörg kannast við.

1050ml

250ml