Karfan þín er tóm

Ný GIRA sýningaraðstaða

miðvikudagur, 27. apríl 2022

Við kynnum með stolti nýja sýningarvegg okkar fyrir GIRA búnað.

GIRA er þýskur framleiðandi sem hefur lengi verið í fararbroddi á Íslandi sem og annars staðar þegar kemur að tækni, hönnun og útliti. GIRA er mörgum rafvirkjanum kunnugur og hefur haslað sér völl á markaðnum með lausnir sínar í rofum og tenglum og síðast en ekki síst; hússtjórnunarbúnaði.

Nýverið tókum við sýningaraðstöðu okkar á GIRA vörum í gegn í samstarfi með framleiðandanum þar sem vörur frá GIRA eru í sviðsljósinu og geta viðskiptavinir séð lausnir GIRA á rofa- og tenglabúnaði og einnig er til sýnis hússtjórnunarkerfi í fullri virkni, bæði KNX og eNet, sem er þráðlaust kerfi. Þá er einnig dyrasýmakerfum GIRA gert hátt undir höfði þar sem hægt er að sjá bæði sjálfstæð kerfi og að auki þar sem dyrasímakerfið er tengt við snjalltæki s.s. síma og spjaldtölvur.

Endilega kíkið til okkar og skoðið nýja GIRA vegginn. Alltaf heitt á könnunni og viðmótið ávallt það sama; fagmennska og glaðværð.

Kveðja,
Starfsfólk SG.