Karfan þín er tóm

Mikilvæg Gira eNet uppfærsla

mánudagur, 16. ágúst 2021

Mikilvæg uppfærsla fyrir eigendur á Gira eNet netþjón!

Vegna ákveðinna öryggisvottorða sem renna út með nokkurra ára millibili er nauðsynlegt að uppfæra eNet netþjóna í hugbúnaðarútgáfu 2.3.1 fyrir 31.ágúst.
 
Ef eNet þjónninn þinn hefur ekki verið uppfærður í 2.3.1 verður ekki hægt að tengjast honum gegnum eNet Smart Home snjallforritið með neinum snjalltækjum frá og með 1.september.

Hér er hægt að sjá nánar um uppfærsluna

Hér er hægt að skoða leiðbeiningar fyrir uppfærsluna

Hér fyrir neðan má svo skoða kennslumyndband þar sem sýnt er hvernig þú getur sett af stað þessa hugbúnaðar uppfærslu

Með kveðju.
Starfsfólk S. Guðjónsson