Karfan þín er tóm

Lýsingahönnun

Ertu að byggja?

Hvað ber að hafa í huga?

Þegar fólk ræðst í framkvæmdir er margt sem þarf að hafa í huga sem varðar lýsingu, raflagnir og rafbúnað.

Rafvirkjameistari ber ábyrgð á verklegri framkvæmd og er ráðgefandi í efnisvali og lausnum allt fram að lokaúttekt, eftir það er raflögn ábyrgð húseigenda. Raflagnahönnuður ber ábyrgð á að kynna hvaða lausnir eru í boði, þarfagreina og útfæra raflagnakerfi sem og lýsingu, hljóð og mynd. Efnisval, yfirleitt er um samvinnuverkefni að ræða milli hönnuða, rafvirkjameistara og húsbyggjanda þegar kemur að efnisvali og ákaflega mikilvægt að vandað hafi verið til verka við þarfagreiningu.

Lýsing er ákaflega mikilvæg og hefur mikil „ljós“ vakning átt sér stað undanfarin ár. Hér áður fyrr var þetta einfalt, ein loftdós í hvert herbergi og 60W ljóskúpull eða kastari settur í loftið. Þetta hefur heldur betur breyst með tilkomu innfelldra halogen ljósa, flúr- og LED lampa í beina eða óbeina lýsingu svo eitthvað sé nefnt. Óbein lýsing er kannski sú tegund af lýsingu sem fæstir kannast við en hún er í miklu uppáhaldi hjá okkur, afskaplega rómantísk og þægileg birta kemur af henni. Flúrlömpum eða díóðustrippum er komið fyrir upp á gipsloft eða undir innréttingum svo ljósgjafinn er ekki sýnilegur en birtan flæðir niður veggi eða gólf. Aukist hefur til muna að koma slíkum lömpum fyrir inn á baðherbergi, bak við hirslur eða með fram veggjum í stofu.

Eldhúsið er sá staður þar sem við eyðum hvað mest okkar tíma og þarf því að vera góð vinnulýsing til að geta athafnað sig og því er mikilvægt að velja rétta lýsingu fyrir hvert svæði.

Mikilvægt er að húsbyggjandi skoði sýningarými verslana og ráðfæri sig við hönnuði og arkitekta til að gera sér grein fyrir hvað er í boði áður en hafist er handa við loka hönnun lýsingar. S. Guðjónsson er með mjög hæfa og reynslumikla lýsingarhönnuði og ráðgjafa sem eru tilbúnir að veita ráðgjöf og koma með tillögur þér að kostnaðarlausu. Einnig vinnum við mikið með arkitektum, lýsingahönnuðum og verkfræðingum í að leita bestu lausna hverju sinni.

lýsingarhönnun1 Lýsing2 Lýsing3