Karfan þín er tóm

Kurth, nýr birgir hjá S. Guðjónsson

þriðjudagur, 28. september 2021

Við höfum tekið til sölu ýmsar vörur frá Kurth, líkt og KE7200 Ethernet ProKit sprotann og KE801 EASYTEST & PROBE línuleitarann sem eru seldir bæði í sitthvoru lagi og einnig í KE7208 settinu þar sem bæði tækin koma þá í handhægri tösku sem rúmar þau bæði sem og fylgihluti líkt og snúrur, rafhlöður og mælakubba.

KE7200 Ethernet ProKit sprotinn er handhægur og auðveldur í notkun. Hann mælir lengd í bilun, skilar skýrslum, er gagnlegur í uppsetningu allra tegunda Ethernet kapla, allt frá lögnum koparkapla til IP Ping prófana. Mælirinn er með HUB-Blink möguleika til að staðsetja virka tengingu, mælir PoE straum og er með innbyggðan tóngjafa.  Ítarlegri koparprófunarmöguleikar eru til dæmis virk TDR fyrir lengd kapla og og greining á klofnum pörum jafnvel á lykkjum (allt að 2 metrum) og getur mælirinn jafnvel sýnt margar bilanir samtímis. Í settinu fylgir með sproti og 4 mælakubbar (hægt er að tengja 32 mælikubba við til að mæla tengingu á móti).

Með notkun KE801 EASYTEST & PROBE línuleitaranum sparast tími sem færi annars í að strípa víra og mæla leiðni upp á gamla mátann. Þessi tækni gerir tæknimönnum kleift að finna hvers kyns leiðslur, víra og tengingar á snertilausan hátt. Neminn nemur bilanir líkt og rangar stillingar, öfug pör, línusamtengingar og aðrar truflanir á kaplinum. EASYTEST&PROBE línuleitarinn og tóngjafinn hentar fyrir allar gerðir kapla eins og rafmagnskapla, símalínur, bjölluvíra og allar gerðir gagnasnúra, coax kapla, rafleiðsluknippi í vélknúnum ökutækjum og svo lengi mætti telja.

Kurth vörurnar eru fyrir vandláta. Framleiddar af fagmönnum fyrir fagmenn.