Karfan þín er tóm

BTicino Living Now

miðvikudagur, 2. júní 2021

Living Now línan frá BTicino hefur heldur betur slegið í gegn og er með því fallegra sem komið hefur frá þeim. Hönnunarverðlaun staðfesta það enda hefur þessi vörulína sópað að sér verðlaunum þ.á.m. einum að virtustu verðlaununum iF-Design Awards.

Það sem einkennir þessa línu er að allur búnaður, rofar og tenglar eru í "flútti" eða línu við yfirborðsramma sem gefur línunni afskaplega skemmtilegt og nýtískulegt yfirbragð.

Living Now er ekki bara útlitið heldur er línan búin mjög sérstökum tæknilegum eiginleikum, en þannig eru allir rofar með þrýstivirkni, en velta ekki, en þannig er alltaf samræmt útlit á rofunum, hvort sem það er kveikt eða slökkt. Þeir semsagt halla þá ekki sem myndi eyðileggja útlitið. Þá er hægt að fá Living Now með snjallmöguleika frá Netatmo en bæði er hægt að tengjast þeirra eigin Appi sem og tengja saman við Apple Homekit, Google og Amazon Alexa.

Grunnlitir á lager eru hvítt eða svart, en hægt er að panta grunnefnið í Sand lit sem er aðeins út í ljósbrúnan/beige lit. Rammana eða hliðarplöturnar er síðan hægt að fá í ótal lita afbrigðum en á lager eru almennt til svartir eða hvítir rammar í stíl við grunnefnið.

Kynntu þér Living Now frá BTicino betur með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

BTicino Living Now.